Sápuskammtarinn úr Rim línunni sameinar stílhreina hönnun og hámarks notagildi – allt án þess að skerða borðpláss eða flæði á baðherberginu. Hann er festur beint á vegg með falinni festingu sem skapar svífandi og snyrtilegt útlit. Fullkominn í nútímalegt rými þar sem hrein hönnun og einfaldleiki skipta máli.
Framleiddur úr endingargóðu, dufthúðuðu áli sem er bæði létt og ryðþolið. Passar við aðrar vörur í Rim línunni.
Zone
er hönnunarmerki sem á rætur sínar að rekja til Danmerkur. Hönnuðir
Zone leggja áherslu á lausnir, naumhyggju og gæði. Vörurnar frá Zone eru
hagnýtar og eiga allir að geta notið þeirra. Þau hafa skýr markmið um
að hönnunin eigi að endurspegla tímann hverju sinni.