Ásbjörn Ólafsson ehf. - Heildverslun | asbjorn.is

Innköllun

Fréttatilkynning – Skyldubundin innköllun á pastaskeið úr plasti

GastroMax by Orthex vekur athygli á skyldubundinni innköllun á pastaskeið úr plasti sem flutt hefur verið inn til landsins af Ásbjörn Ólafsson ehf.  Innköllunin er gerð í samræmi við tilkynningu frá Matvælastofnun í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópusambandsins.

Ástæða innköllunar:

Við prófanir kom í ljós að flæði svokallaðra PAA (Primary Aromatic Amines) úr plastinu fer yfir mörk sem sett eru í reglugerð Evrópusambandsins nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli. Varan telst því óörugg til notkunar.

Um er að ræða eftirfarandi vöru:

  • Vöruheiti: Pasta ladle
  • Vörumerki: GastroMax by Orthex
  • Strikamerki: 7332462071810
  • Vörunúmer: no. 6918-1

Dreifingaraðilar:

Endursöluaðilar GastroMax Pasta skeiðar (Art. no. 6918-1) sem keyptu vöruna í gegnum Ásbjörn Ólafsson ehf. eru:

  • Hagkaup
  • Fjarðarkaup
  • Kaupfélag Skagfirðinga
  • Skipavík
  • Kauptún
  • Bjarnabúð
  • Verslunin Kassinn

Hvað á að gera?

  • Neytendur sem eiga þessa vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar strax og skila henni til söluaðila.
  • Sala á vörunni skal stöðvuð þegar í stað.

Aðgreining framleiðslulotu:

Vandamálið tengist framleiðslulotu sem framleidd var í desember 2024. Hægt er að bera kennsl á þessa lotu með klukkutáknum sem eru staðsett á bakhlið handfangsins:

  • Neðri klukkan sýnir framleiðslumánuð og á að vísa á „12“ (desember).
  • Efri klukkan sýnir árið og á að vísa á „24“ (2024).

Frekari upplýsingar:

Ef einhverjar spurningar vakna eða fyrir nánari upplýsingar þá vinsamlegast hafið samband við sala@asbjorn.is.

Image