Ásbjörn Ólafsson ehf. - Heildverslun | asbjorn.is

Atvinna

Hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. starfar samhentur hópur tæplega 30 starfsmanna með fjölbreytta reynslu og ólíkan bakgrunn. Ásbjörn leitast við að veita fyrsta flokks þjónustu ásamt fjölbreyttu vöruúrvali, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir fjölmörg vel þekkt vörumerki. Markmiðið er að bjóða uppá vörur, hugmyndir og lausnir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins sem henta þeirra þörfum.

Hluti af því að skapa vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða reglulega upp á alls kyns skemmtun. Starfsmannafélag okkar sér um að skipuleggja fjölda viðburða, t.d. árlega viðburði á borð við glæsilega árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburði.

Ásbjörn Ólafsson ehf leggur áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

Við hvetjum öll sem áhuga hafa að koma til starfa fyrir Ásbjörn að senda inn almenna umsókn á umsoknir@asbjorn.is