
button.WATCH_VIDEO



Vörulýsing
Rim línan býður upp á fallega einfaldar og vegghengdar lausnir fyrir baðherbergið – þar á meðal þennan stílhreina klósettrúlluhaldara. Hönnunin er bæði fáguð og praktísk, með falinni festingu sem skapar hreint og svífandi útlit á veggnum.
Haldarinn er úr vönduðu, dufthúðuðu áli sem þolir vel raka og daglega notkun. Passar fullkomlega með öðrum vörum úr Rim línunni, eins og sápuskammtara, klósettbursta og ruslafötu – allt í samræmdu vegghengdu útliti fyrir nútímalegt baðherbergi.
Zone er hönnunarmerki sem á rætur sínar að rekja til Danmerkur. Hönnuðir Zone leggja áherslu á lausnir, naumhyggju og gæði. Vörurnar frá Zone eru hagnýtar og eiga allir að geta notið þeirra. Þau hafa skýr markmið um að hönnunin eigi að endurspegla tímann hverju sinni.
Nánari tæknilýsing