Stelton Pilastro skál 15cm glær | asbjorn.is

Stelton Pilastro skál 15cm glær

STN-X505

Falleg skál úr línunni Pilastro hönnuð af Francis Cayouette.
Falleg undir meðlæti og passa vel við aðra hluti úr línunni en einnig sem ein og sér.

Danska vörumerkið Stelton var stofnað af vinunum Stellan og Carton árið 1960. Fyrst um sinn seldu þeir íþróttaskó og húsgögn en svo heyrðu þeir af lítilli danskri stálverksmiðju til sölu sem þeir keyptu og þá fóru hjólin að snúast.

Fyrirtækið hefur fengið marga þekkta hönnuði til liðs við sig, þar á meðal Arne Jacobsen og Erik Magnussen. Þeir hafa hlotið ýmis hönnunarverðlaun og vakið athygli á heimsvísu.

Ein frægasta hönnun sem komið hefur frá Stelton er meðal annars EM77 línan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen. Kannan hefur sést í hönnunartímaritum, á skrifstofum og heimilum um heim allan.

Einkunarorð Stelton eru ,,Less is more“ og lýsir það vörunum nokkuð vel sem komið hafa frá þeim, tímalausar, látlausar og fágaðar.