Ásbjörn Ólafsson ehf. - Heildverslun | asbjorn.is

Spurt og svarað

Hvernig panta ég vörur í vefverslun?

  • Smelltu á Innskráning viðskiptavina efst uppi í hægra horninu. (Ef þú ert í síma eða spjaldtölvu smellir þú á lásinn). Settu inn netfang og lykilorð sem þú hefur fengið úthlutað og smelltu á "Skrá inn". Ef þú hefur ekki sótt um aðgang að vefversluninni áður smellir þú á "Sækja um aðgang". Fylltu út og sendu umsóknina. Við sendum þér svo staðfestingarpóst um leið og aðgangur hefur verið stofnaður.
  • Skoðaðu vörur á heimasíðu okkar www.asbjorn.is
  • Settu þær vörur sem þú hefur áhuga á og rétt magn í körfu. Þegar þú ert búin/n að setja allt vörur í körfu getur þú smellt á körfuna efst í hægra horninu til að klára pöntunina. Undir "Skoða körfu" getur þú breytt magni, skoðað þín afsláttarkjör og fleira. Undir "Greiða" getur þú flýtt ferlinu og gengið strax frá pöntuninni.
  • Upplýsingar - Þar getur þú breytt heimilisfangi viðtakanda greiðanda ef þörf er á. Einnig er gluggi fyrir athugasemdir neðst ef þú ert með skilaboð sem þú vilt láta fylgja með pöntuninni. Því næst smellir þú á "Áfram >".
  • Sending - Þar velur þú viðeigandi afhendingarmáta. Síðan smellir þú á "Áfram >".
  • Skoða - Þar er ágætt að renna yfir pöntunina og sjá hvort allt sé ekki rétt. Gott er að athuga hvort vörur, magn og afhending sé rétt áður en þú lýkur pöntuninni. Ef pöntunin lítur út eins og hún á að vera, er ekkert því til fyrirstöðu að smella á hnappinn "Ljúka pöntun".

Þegar þú hefur lokið við pöntun sendist sjálfkrafa tölvupóstur á tölvupóstfangið þitt til staðfestingar um pöntunina. Athugið! Söludeild Ásbjörns fær ekki pöntunina þína fyrr en að þú hefur samþykkt að senda inn pöntun.

Sölumenn okkar eru reiðubúnir að aðstoða þig ef þú lendir í vandræðum. Sendu okkur línu á netspjallinu, sala@asbjorn.is eða hringdu í síma: 414 1150.

Er hægt að fá afrit af reikningum?

Já, öllum innskráðum viðskiptavinum á vefverslun Ásbjörns Ólafssonar ehf. standa til boða að sækja afrit af reikningum inn á mínum síðum.

Hvar sé ég mínar vörur? Hvar sé ég vörur sem ég hef pantað áður?

Þegar viðskiptavinur er innskráður birtist hnappur efst í valmyndinni sem heitir Flýtipöntun sem hægt er að smella á. Þar birtist listi yfir allar þær vörur sem innskráður viðskiptavinur hefur keypt síðastliðið ár. Hægt er að aðlaga sölusöguna að því tímabili sem viðskiptavinurinn vill sjá hverju sinni með því að smella á Sölusaga og velja Seinasta pöntun eða velja dagsetningu á því tímabili sem viðskiptavinur vill sjá.

Vöruafgreiðsla

Allar pantanir sem berast í gegnum vefverslun, síma eða tölvupóst eru til afgreiðslu einum sólarhring síðar.

Ásbjörn Ólafsson ehf. dreifir vörum til viðskiptavina um land allt þeim að kostnaðarlausu, þó með því skilyrði að upphæð pöntunar nái 20.000 kr. án vsk (höfuðborgarsvæðið) eða 40.000 kr. án vsk (landsbyggðin). Nái pöntunin ekki þessu lámarki fellur til akstursgjald að upphæð 3.000 kr. (höfuðborgarsvæðið) eða gjald samkvæmt gjaldskrá Flytjanda (landsbyggðin).

Ásbjörn keyrir út pantanir innanbæjar en notar þjónustu Eimskips - Flytjanda til að keyra út pöntunum sem fara út á land (utan höfuðborgarsvæðisins).

Hægt er að sækja pantanir í vöruhús Ásbjörns Ólafssonar ehf. á Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík, og bætist þá ekkert sendingargjald á pantanirnar sé sú afhendingarleið valin. Sjá kort.

Af hverju sé ég ekki verð í vefversluninni?

Viðskiptavinir þurfa að vera skráðir inn í vefverslunina til að sjá verðin. Um leið og búið er að skrá sig inn birtist verð og valmöguleiki á að setja vörur í pöntun.

Hvað þýðir "Vara hættir"?

Það þýðir að þessi vara á þessu vörunúmeri er að hætta. Í flestum tilfellum er varan að hætta framleiðslu hjá birgjanum. Í einstaka tilfellum getur verið breyting á vörunúmeri, þ.e.a.s. að varan sé að fara á nýtt vörunúmer. Best er að senda okkur línu á netspjallinu eða í tölvupósti á sala@asbjorn.is.

Af hverju get ég ekki pantað meira en vefverslunin býður uppá?

Vefverslunin býður einungis upp á það magn sem við eigum til á lager hverju sinni. Hægt er að senda okkur línu á netspjallinu til að fá nánari upplýsingar.

Er ég með sömu kjör á vörum í vefversluninni eins og ég hef verið með?

Já, í vefversluninni færðu sömu verð og afslætti og áður.

Í hvaða búð get ég keypt vörurnar sem þið flytjið inn?

Best er að senda okkur línu á netspjallinu eða í tölvupósti á sala@asbjorn.is

Get ég skoðað/mátað vörurna áður en ég panta?

Já, ef um sérvöru er að ræða ert þú velkomin til okkar á Köllunarklettsveg 6, 104 Reykjavík. Þar erum við með sýnishorna herbergi þar sem viðskiptavinir geta mátað og skoðað nær allar sérvörur sem við eigum til á lager.

Hvenær kemur varan ? Vöktun vara.

Ef varan er uppseld getur þú skráð þig á vörusíðunni og við látum þig vita þegar hún kemur aftur.