Global Kokkahnífur 20 cm | asbjorn.is

Global Kokkahnífur 20 cm

GLO-G2

Gæði og hönnun
Japönsk hnífasnilld: Global hnífarnir eru handsmíðaðir í Japan,
hannaðir af Komin Yamada og þekktir fyrir einstök gæði og fágun.
Einstakt stál: Framleiddir úr CROMOVA 18 ryðfríu stáli sem tryggir fullkomið
jafnvægi á milli hörku, sveigjanleika og ryðvarnar.

Hnífarnir eru smíðaðir í einni heild og hafa engar samsetningar,
sem eykur hreinlæti og styrk.Handföngin eru hol að innan sem gefur
hnífnum jafna þyngdardreifingu.
Einstakt grip, sérstök húðun með smáum doppum veitir þétt grip,
jafnvel þó þú sért með blautar hendur.

Ótrúleg skerpa: Hnífarnir eru brýndir í sérstöku 15° horni
sem tryggir nákvæman skurð.
Einstakt stálið heldur skerpu lengur en hefðbundnir hnífar.

Hvort sem þú ert áhugakokkur eða atvinnumaður, þá eru Global hnífar tilvaldir
fyrir alla matreiðslu.
Glóbal býður upp á allt frá alhliða hnífum til sérhæfðra
grænmetishnífa og fiskhnífa.

Snyrtileg og nútímaleg hönnun: Global hnífar eru ekki bara verkfæri
heldur falleg viðbót við eldhúsið.
Hnífarnir eru stílhreinir og henta jafnt í klassísk eldhús sem nútímaleg.

Handþvottur er lykillinn: Global hnífa ætti ávallt að þvo í höndunum með volgu vatni,
mildri sápu og mjúkum klút eða svampi.

Forðist uppþvottavél: Uppþvottavélar geta skemmt stálið vegna hás hita og
sterkra hreinsiefna.
Til að koma í veg fyrir vatnsskemmdir eða bletti, er best að þurrka
hnífana strax með mjúkum klút.
Geymsla: Geymið hnífana í hnífablokk, á segulstöng eða í hnífahlíf til að forðast skemmdir á
egginni og tryggja öryggi.

Með réttri umhirðu munu Glóbal hnífarnir þjóna þér í eldhúsinu í mörg ár.