Vörulýsing
Stone línan er undir áhrifum frá náttúrunni en Stone líkir eftir náttúrulegum steini. Línan er framleidd með einstakri aðferð til að ná fram upphleyptu Stone munstrinu. Í framleiðsluferlinu er liturinn laser-prentaður á hlutina í línunni áður en glerjungnum er spreyjað yfir og því endist liturinn mjög vel. Glerjungurinn gerir það að verkum að það myndast síður rispur frá hnífapörunum.
Sterkur og endingargóður borðbúnaður sem hentar vel inn á hótel og veitingastaði sem og heimili.
Má fara í uppþvottavél.
Má fara í örbylgjuofn.
Nánari tæknilýsing