
Vörulýsing
Monochrome er lína frá Churchill sem er með bollum, undirskálum, tekötlum og mjólkurkönnum. Hver einasti hlutur í línunni er handmálaður. Liturinn endist mjög vel og glerjungurinn gerir það að verkum að það myndast síður rispur frá hnífapörunum.
Sterkur og endingargóður borðbúnaður sem hentar vel inn á hótel og veitingastaði sem og heimili.
5 ára ábyrgð ef kvarnast upp úr brúnum.
Má fara í uppþvottavél.
Má fara í örbylgjuofn.