Ásbjörn Ólafsson ehf. - Heildverslun | asbjorn.is

Brotaábyrgð Royal Copenhagen

Brotaábyrgð á Royal Copenhagen vörum

Við eigum til að fela sparistellið okkar og aðra fallega muni inni í skápunum og dusta af þeim rykið á hátíðisdögum. En Royal Copenhagen vilja hvetja unnendur sína til þess að nota vörurnar frá þeim alla daga, hvort sem það er undir föstudagspizzuna eða fyrir blóm í vasa.

Royal Copenhagen býður nú uppá brotaábyrgð á vörum sem keyptar eru á Íslandi. Ábyrgðin gildir í 2 ár frá þeim degi sem varan er keypt. Til þess að virkja ábyrgðina þarf að skrá vörukaupin rafrænt hér, en skráningin þarf að eiga sér stað eigi síðar en 90 dögum frá kaupum. Við skráninguna færðu sent númer sem þarf að gefa upp ef tilkynna þarf um brotna vöru. Til þess að ljúka við skráninguna er nauðsynlegt er að vera með kvittun fyrir kaupunum. Því mælum við með því að láta kvittunina fylgja ef um gjöf er að ræða.

Brotaábyrgðinni er ætlað að hvetja fólk til þess að njóta Royal Copenhagen borðbúnaðar síns við hversdagsleg tilefni. Með ábyrgðinni getur Royal unnandinn lagt fallega á borð hvort sem það er af sérstöku tilefni eða að tilefnislausu og átt notalega stund með fólkinu sínu áhyggjulaust.

Lendir þú í því að brjóta Royal Copenhagen hlut er mikilvægt að þú hafir skráð kaupin svo þú getir skráð tjónið á heimasíðunni og fengið brotna hlutinn bættan með sömu eða svipaðri vöru. Ekki skiptir máli hvar varan er keypt svo lengi sem að um viðurkenndan endursöluaðila Royal Copenhagen sé að ræða og að kvittun fylgi með kaupunum.

Ábyrgðin gildir yfir allan borðbúnað frá Royal Copenhagen fyrir utan Flora Danica og aðra aukahluti sem ekki eru borðbúnaður, til dæmis blómavasa, kertastjaka og aðra skrautmuni.