
button.WATCH_VIDEO
Vörulýsing
Falleg pana úr kopar með innra byrði úr 18/8 ryðfríu stáli. Ytra byrði hennar er koparhúðað og gefur henni glæsilegt útlit sem prýðir matarborðið.
Pannan er ekki ætluð fyrir spanhellur og ekki má þvo hana í uppþvottavél. Mælt er með að þvo hana í höndunum með volgu vatni, mildri sápu og mjúkum bursta. Til að viðhalda gljáa ytra byrðisins er æskilegt að pússa koparinn fyrir notkun og síðan nokkrum sinnum á ári. Með tímanum fær koparinn náttúrulega, matta áferð sem margir kunna að meta, en með reglulegri pússun heldur hann sínum fallega glans. Ef koparinn verður mjög appelsínugulur getur það verið vegna raka í loftinu og nægir þá einfaldlega að pússa hann aftur til að endurheimta gljáann.
Nánari tæknilýsing