Peugeot Zeli piparkvörn batterí stál | asbjorn.is

Peugeot Zeli piparkvörn batterí stál

PEU-24079

Falleg rafmagnskvörn frá Peugeot
Þessi 14 cm háa rafmagnskvörn passar fullkomlega í þína hendi.
Þú einfaldlega þrýstir á takkann að ofan til þess að mala piparinn.
Ljós kviknar samtímis til þess að gefa þér betri stjórn.
Stilltu grófleikann með þumalhjólinu sem er staðsett undir kvörninni.
Með burstaðari áferð fær kvörnin tímalaust útlit sem passar inn í hvaða eldhús sem er.

Með fylgir 70g af piparkornum sem passar einstaklega vel við rautt kjöt, feitan fisk eða kartöflurétt.

Peugeot hefur í yfir 200 ár verið framarlega í hönnun og framleiðslu á hversdagshlutum í eldhúsið og heldur áfram að finna nýjar leiðir til að bæta upplifun þína í eldhúsinu.
Með framsæknu hugarfari hefur Peugeot orðið eitt stærsta og þekktasta franska fyrirtækið í heiminum og eru vörurnar frá þeim vinsælar á heimilum fólks um allan heim.


Litur: Stál
Hæð: 14 cm
Kvörn: Stál með lífstíðarábyrgð
Stillingar: 6 mismunandi frá fínu í gróft

Notar 6 x AAA rafhlöður (Fylgja með)