Ásbjörn Ólafsson ehf. - Heildverslun | asbjorn.is

Skilmálar

Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum www.asbjorn.is, í eigu Ásbjörns Ólafssonar ehf., kt.430169-2709, Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík – í skilmálum þessum nefnt Ásbjörn. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Ásbjörns annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.

Verð

Verð á vefsíðunni eru með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Vöruskil & endurgreiðslur

Eftir greiðslu fæst vara ekki endurgreidd nema að viðurkenndur galli komi upp eða röng vara hafi verið afgreidd.

Gallar & ábyrgðarskilmálar

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna fær viðskiptavinur nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á sérvöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar er að ræða sölu á sérvöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfestingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru.

Lög og varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Ásbjörn gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Ásbjörn og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

Afhendingarskilmálar

Afhendingarmátar & flutningsaðilar

Alltaf er í boði að sækja pantanir í vöruhús Ásbjörns sé þess óskað. Viðskiptavinir fá tölvupóst þegar pöntun er klár til afhendingar.

Afhendingartími

Pöntun er afgreidd á 24 klst að jafnaði og fer þá í útkeyrslu / til dreifingaraðila.

Sendingarkostnaður

Ásbjörn Ólafsson ehf. dreifir vörum til viðskiptavina um land allt þeim að kostnaðarlausu, þó með því skilyrði að upphæð pöntunar nái 40.000 kr.

Nái pöntunin ekki þessu lámarki fellur til akstursgjald að upphæð 2.500 kr. m. vsk eða gjald samkvæmt gjaldskrá Flytjanda (landsbyggðin).

Persónuupplýsingar

Ásbjörn meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Ásbirni eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Ásbjörns og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila.

Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Ásbirni samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Ásbjörns í tölvupósti á asbjorn@asbjorn.is eða bréflega á heimilisfang Ásbjörns, Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.

Ásbjörn áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu.

Frágangur viðskipta

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Ásbjörns.

Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Ásbjörns.